Enski boltinn

United þarf einn titil til viðbótar til að jafna Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Giggs er sigursælasti leikmaðurinn í sögu enskrar knattspyrnu.
Ryan Giggs er sigursælasti leikmaðurinn í sögu enskrar knattspyrnu. Nordic Photos / Getty Images

Manchester United vann í dag sinn sautjánda meistaratitil í efstu deild á Englandi og vantar því aðeins einn titil til að jafna árangur Liverpool.

Liverpool hefur átján sinnum orðið meistari en aldrei síðan að úrvalsdeildin var stofnuð. Síðast varð liðið meistari árið 1990. Arsenal er svo í þriðja sæti með þrettán meistaratitla.

Ryan Giggs bætti í dag leikjamet Bobby Charlton með því að spila sinn 758. leik með Manchester United. Hann bætti sömuleiðis eigið met í dag með því að vinna sinn tíunda meistaratitil í Englandi.

Paul Scholes vann sinn áttunda í dag og bættist þar með í hóp Phil Neal og Alan Hansen sem gerðu garðinn frægan með Liverpool.

Titlar Manchester United:

Englandsmeistarar - 17 sinnum

Bikarmeistarar - 11

Deildarbikarmeistarar - 2

Evrópukeppni félagsliða / Meistaradeild Evrópu - 2

Evrópukeppni bikarhafa - 1

UEFA Super Cup - 1

Álfumeistarar félagsliða - 1

Sigursælustu liðin á Englandi:

Liverpool - 18 meistaratitlar

Manchester United - 17

Arsenal - 13

Everton - 9

Aston Villa - 7

Sunderland - 6

Newcastle - 4

Sheffield Wednesday - 4

Huddersfield - 3

Wolves - 3

Leeds - 3

Blackburn - 3

Chelsea - 3

Preston North End - 2

Portsmouth - 2

Burnley - 2

Tottenham - 2

Manchester City - 2

Derby - 2

Sheffield United - 1

WBA - 1

Ipswich - 1

Nottingham Forest - 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×