„Við buðum 300 viðskiptavinum okkar á sérstaka einkafrumsýningu Sex and the City í tilefni af 15 ára afmæli Baðhússins," segir Linda Pétursdóttir framkvæmdastjóri þegar Vísir spyr hana út í fjölda bleikklæddra kvenna sem flykktust í Laugarásbíó í gærkvöldi.
„Stór hluti kvennanna mættu í bleiku eða allar þær sem áttu eitthvað bleikt. Sýningin lagðist rosalega vel í okkur allar."

„Það var ekki talað um annað en Sex and the City í Baðhúsinu í morgun. Ég er nú þegar búin að fá fjölda tölvupósta frá konum sem þökkuðu fyrir frábæra skemmtun."
„Við gerðum þetta til að gleðja viðskiptavini okkar, konurnar. En við vorum að taka Baðhúsið í gegn frá a-ö. Allt endurhannað og breytt. Stöðin er eins og ný."