Lífið

Ætlar að framleiða vampírumynd

Árni Beinteinn Árnason.
Árni Beinteinn Árnason.
„Ég er að vinna að nýrri barnaplötu sem kemur út fyrir mánaðamót. Hún var að koma úr 'masteringu'. Þetta er barnaplata sem heitir: Sagan af Eyfa, bönnuð börnum. Það er Guðmundur Ingi Þorvaldsson sem gerir þessa plötu," svarar Árni Beinteinn Árnason, 13 ára, þegar Vísir spyr hvað hann er að sýsla þessa dagana.

„Það eru um 100 manns sem koma að þessari plötu. Ég er 'Eyfi' frá því hann er sjö ára til fimmtán ára. Bubbi og Selma syngja meðal annars á plötunni og það fylgir bók með en þar eru teiknaðar myndir sem eru litríkar og skemmtilegar. Platan kemur til með að fást í öllum betri plötubúðum og N1 stöðvum landsins. Svo troðum við upp á ýmsum hátíðum i sumar."

„Um þessar mundir er ég líka að vinna að glænýrri kvikmynd. Ég er framleiðandinn og leita nú samstarfsaðila. Við förum í tökur um jólin og væntanlega verður frumsýningin í lok ársins 2009. Prufur verða haldnar bæði fyrir börn og fullorðna. Um er að ræða íslenska söngva- og vampírumynd sem heitir Blóðslóð,"  segir Árni Beinteinn sem hefur nóg fyrir stafni þessa dagana. Hann tilkynnir síðar þegar prufurnar fara af stað.

Hér má fylgjast með framgöngu mála hjá Árna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.