Valgerður sakar Geir um forystuleysi 24. nóvember 2008 14:31 Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, segir að með því að taka fremur mark á bankastjórum viðskiptabankanna en seðlabankastjóra hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra í raun verið að segja að hann bæri ekki traust til seðlabankastjóra og ætti að láta hann fara. Þetta kom fram í máli hennar í umræðum um vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni sem tekin er fyrir á Alþingi í dag. Valgerður benti á að ríkisstjórnin hefði farið með himinskautum í vinsældum á upphafsmánuðum sínum. Síðan væru liðnir 16 mánuðir og nú væri Snorrabúð stekkur. Ríkisstjórnin væri rúin trausti og stuðningur við hana hefði farið úr 80 prósentum í 30 prósent. Þá benti hún á að þriðjungur ráðherra Samfylkingarinnar vildi boða til kosninga og sama vildu þingmenn úr báðum stjórnarflokkum. Valgerður sagði skort á samvinnu í ríkisstjórninni og Samfylkingin hefði ekki skynjað hlutverk sitt heldur notað orku sína til að berja á samstarfsflokknum. Þá gagnrýndi hún Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra fyrir að segjast ekki bera ábyrgð á mistökum fortíðarinnar. Hún hefði ekki hlustað á ráðleggingar Seðlabankans fyrr á þessu ári á sex fundum og hefði haldið þessum fundum að því er virtist leyndum fyrir bankamálaráðherranum. Spurði Valgerður hvers vegna ríkisstjórnin hefði ekki tekið mark á viðvörunum Seðlabankans. Sagði hún að úr því að Geir H. Haarde forsætisráðherra hefði tekið meira mark á bankastjórum viðskiptabankanna en seðlabankastjóra þá bæri hann ekki traust til formanns bankastjórnarinnar og ætti að láta hann fara. Valgerður sagði aðgerðaáætlun stjórnvalda í kreppunni ófullnægjandi með öllu og það skorti framtíðarsýn fyrir hönd Íslands. Ekki væri samstaða um uppbyggingu í neinni grein á milli ríkisstjórnarflokkanna. Sagði Valgerður aldrei mikilvægara en nú að ríkisstjórn sæti að völdum sem nyti óskoraðs trausts þjóðarinnar. Traust þyrfti að ríkja á milli ríkisstjórnarflokka og menn að komast að niðurstöðu í málum eftir rökræður. Sakaði hún forsætisráðherra um forystuleysi þar sem hann léti allt yfir sig ganga af hálfu samstarfsflokksins og Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra og fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, segir að með því að taka fremur mark á bankastjórum viðskiptabankanna en seðlabankastjóra hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra í raun verið að segja að hann bæri ekki traust til seðlabankastjóra og ætti að láta hann fara. Þetta kom fram í máli hennar í umræðum um vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni sem tekin er fyrir á Alþingi í dag. Valgerður benti á að ríkisstjórnin hefði farið með himinskautum í vinsældum á upphafsmánuðum sínum. Síðan væru liðnir 16 mánuðir og nú væri Snorrabúð stekkur. Ríkisstjórnin væri rúin trausti og stuðningur við hana hefði farið úr 80 prósentum í 30 prósent. Þá benti hún á að þriðjungur ráðherra Samfylkingarinnar vildi boða til kosninga og sama vildu þingmenn úr báðum stjórnarflokkum. Valgerður sagði skort á samvinnu í ríkisstjórninni og Samfylkingin hefði ekki skynjað hlutverk sitt heldur notað orku sína til að berja á samstarfsflokknum. Þá gagnrýndi hún Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra fyrir að segjast ekki bera ábyrgð á mistökum fortíðarinnar. Hún hefði ekki hlustað á ráðleggingar Seðlabankans fyrr á þessu ári á sex fundum og hefði haldið þessum fundum að því er virtist leyndum fyrir bankamálaráðherranum. Spurði Valgerður hvers vegna ríkisstjórnin hefði ekki tekið mark á viðvörunum Seðlabankans. Sagði hún að úr því að Geir H. Haarde forsætisráðherra hefði tekið meira mark á bankastjórum viðskiptabankanna en seðlabankastjóra þá bæri hann ekki traust til formanns bankastjórnarinnar og ætti að láta hann fara. Valgerður sagði aðgerðaáætlun stjórnvalda í kreppunni ófullnægjandi með öllu og það skorti framtíðarsýn fyrir hönd Íslands. Ekki væri samstaða um uppbyggingu í neinni grein á milli ríkisstjórnarflokkanna. Sagði Valgerður aldrei mikilvægara en nú að ríkisstjórn sæti að völdum sem nyti óskoraðs trausts þjóðarinnar. Traust þyrfti að ríkja á milli ríkisstjórnarflokka og menn að komast að niðurstöðu í málum eftir rökræður. Sakaði hún forsætisráðherra um forystuleysi þar sem hann léti allt yfir sig ganga af hálfu samstarfsflokksins og Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra og fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira