Valgerður sakar Geir um forystuleysi 24. nóvember 2008 14:31 Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, segir að með því að taka fremur mark á bankastjórum viðskiptabankanna en seðlabankastjóra hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra í raun verið að segja að hann bæri ekki traust til seðlabankastjóra og ætti að láta hann fara. Þetta kom fram í máli hennar í umræðum um vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni sem tekin er fyrir á Alþingi í dag. Valgerður benti á að ríkisstjórnin hefði farið með himinskautum í vinsældum á upphafsmánuðum sínum. Síðan væru liðnir 16 mánuðir og nú væri Snorrabúð stekkur. Ríkisstjórnin væri rúin trausti og stuðningur við hana hefði farið úr 80 prósentum í 30 prósent. Þá benti hún á að þriðjungur ráðherra Samfylkingarinnar vildi boða til kosninga og sama vildu þingmenn úr báðum stjórnarflokkum. Valgerður sagði skort á samvinnu í ríkisstjórninni og Samfylkingin hefði ekki skynjað hlutverk sitt heldur notað orku sína til að berja á samstarfsflokknum. Þá gagnrýndi hún Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra fyrir að segjast ekki bera ábyrgð á mistökum fortíðarinnar. Hún hefði ekki hlustað á ráðleggingar Seðlabankans fyrr á þessu ári á sex fundum og hefði haldið þessum fundum að því er virtist leyndum fyrir bankamálaráðherranum. Spurði Valgerður hvers vegna ríkisstjórnin hefði ekki tekið mark á viðvörunum Seðlabankans. Sagði hún að úr því að Geir H. Haarde forsætisráðherra hefði tekið meira mark á bankastjórum viðskiptabankanna en seðlabankastjóra þá bæri hann ekki traust til formanns bankastjórnarinnar og ætti að láta hann fara. Valgerður sagði aðgerðaáætlun stjórnvalda í kreppunni ófullnægjandi með öllu og það skorti framtíðarsýn fyrir hönd Íslands. Ekki væri samstaða um uppbyggingu í neinni grein á milli ríkisstjórnarflokkanna. Sagði Valgerður aldrei mikilvægara en nú að ríkisstjórn sæti að völdum sem nyti óskoraðs trausts þjóðarinnar. Traust þyrfti að ríkja á milli ríkisstjórnarflokka og menn að komast að niðurstöðu í málum eftir rökræður. Sakaði hún forsætisráðherra um forystuleysi þar sem hann léti allt yfir sig ganga af hálfu samstarfsflokksins og Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra og fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, segir að með því að taka fremur mark á bankastjórum viðskiptabankanna en seðlabankastjóra hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra í raun verið að segja að hann bæri ekki traust til seðlabankastjóra og ætti að láta hann fara. Þetta kom fram í máli hennar í umræðum um vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni sem tekin er fyrir á Alþingi í dag. Valgerður benti á að ríkisstjórnin hefði farið með himinskautum í vinsældum á upphafsmánuðum sínum. Síðan væru liðnir 16 mánuðir og nú væri Snorrabúð stekkur. Ríkisstjórnin væri rúin trausti og stuðningur við hana hefði farið úr 80 prósentum í 30 prósent. Þá benti hún á að þriðjungur ráðherra Samfylkingarinnar vildi boða til kosninga og sama vildu þingmenn úr báðum stjórnarflokkum. Valgerður sagði skort á samvinnu í ríkisstjórninni og Samfylkingin hefði ekki skynjað hlutverk sitt heldur notað orku sína til að berja á samstarfsflokknum. Þá gagnrýndi hún Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra fyrir að segjast ekki bera ábyrgð á mistökum fortíðarinnar. Hún hefði ekki hlustað á ráðleggingar Seðlabankans fyrr á þessu ári á sex fundum og hefði haldið þessum fundum að því er virtist leyndum fyrir bankamálaráðherranum. Spurði Valgerður hvers vegna ríkisstjórnin hefði ekki tekið mark á viðvörunum Seðlabankans. Sagði hún að úr því að Geir H. Haarde forsætisráðherra hefði tekið meira mark á bankastjórum viðskiptabankanna en seðlabankastjóra þá bæri hann ekki traust til formanns bankastjórnarinnar og ætti að láta hann fara. Valgerður sagði aðgerðaáætlun stjórnvalda í kreppunni ófullnægjandi með öllu og það skorti framtíðarsýn fyrir hönd Íslands. Ekki væri samstaða um uppbyggingu í neinni grein á milli ríkisstjórnarflokkanna. Sagði Valgerður aldrei mikilvægara en nú að ríkisstjórn sæti að völdum sem nyti óskoraðs trausts þjóðarinnar. Traust þyrfti að ríkja á milli ríkisstjórnarflokka og menn að komast að niðurstöðu í málum eftir rökræður. Sakaði hún forsætisráðherra um forystuleysi þar sem hann léti allt yfir sig ganga af hálfu samstarfsflokksins og Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra og fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira