Innlent

Flugslysaæfing á Bakkaflugvelli á morgun

Frá Bakkaflugvelli.
Frá Bakkaflugvelli. MYND/E.Ól

Flugstoðir standa á morgun fyrir flugslysaæfingu á flugvellinum á Bakka en um er að ræða sjöttu æfingu félagsins á síðustu tveimur árum.

Æfð verða viðbrögð ýmsa viðbragðsaðila ef flugslys verður og taka um 85 manns úr ýmsum kimum samfélagsins taka þátt í æfingunni. Eins og áður er um margra mánaða undirbúning að ræða en Bakkaflugvöllur er einn af umferðarmestu flugvöllum landsins eftir því sem segir í tilkynningu Flugstoða.

Mikil áhersla er lögð á að undirbúningur og framkvæmd hverrar æfingar fyrir sig sé fyrst og fremst á könnu heimamanna því tilgangurinn er að þjálfa fólk í að takast á við þær aðstæður sem upp koma við raunverulegt flugslys eða hópslys.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×