Enski boltinn

Dawson-bræður mætast á morgun

Michael Dawson er kominn aftur í skugga eldri bróður síns ef marka má stöðu Tottenham og Hull í deildinni
Michael Dawson er kominn aftur í skugga eldri bróður síns ef marka má stöðu Tottenham og Hull í deildinni NordicPhotos/GettyImages

Bræðurnir Andy og Michael Dawson munu á morgun mætast í fyrsta sinn í efstu deild þegar Hull sækir Tottenham heim í ensku úrvalsdeildinni.

Bakvörðurinn Andy er nýbyrjaður að spila í efstu deild með nýliðum Hull, en yngri bróðir hans Michael hefur leikið með Tottenham í nokkur ár.

Staða liðanna er mjög ólík í deildinni, því á meðan nýliðar Hull eru í efri hluta deildarinnar eftir ótrúlegan sigur á Arsenal um síðustu helgi, er Tottenham í neðsta sætinu með tvö stig eftir sex leiki.

"Þetta verður frábært fyrir fjölskylduna. Þegar við vorum yngri var ég alltaf sá sterkari af því ég var eldri, en það hefur breyst nokkuð á síðustu árum," sagði eldri bróðirinn Andy hjá Hull.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×