Enski boltinn

Skammaði dómarann en hrósaði United

Paul Ince lék með United á árum áður
Paul Ince lék með United á árum áður NordicPhotos/GettyImages

Paul Ince, stjóri Blackburn, var afar óhress með dómarann eftir að hans menn töpuðu 2-0 fyrir gamla liðinu hans Manchester United í dag.

Sumum þótti fyrra mark United fremur loðið og vildu meina að brotið hefði verið á Jason Brown markverði áður en Wes Brown skallaði boltann í netið. Ince var einn þeirra og lét dómarann heyra það.

"Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þetta hafi kostað okkur leikinn, en staðan var 0-0 á þessum tímapunkti. Ef dómarinn sér þetta ekki, á hann ekki að vera dómari. Ef ekki, á línuvörðurinn að minnsta kosti að sjá þetta. Þetta var fjandsamleg ákvörðun," sagði Ince.

Hann viðurkenndi engu að síður að hans menn hefðu verið yfirspilaðir af meisturunum í dag.

"Þeir (United) voru alveg frábærir í dag. Þeir eru með frábært lið og eru Evrópumeistarar - en ákvarðanir á borð við þá sem dómarinn gerði í dag breyta leikjum," sagði fyrrum United leikmaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×