Enski boltinn

Reading hafði betur í Íslendingaslagnum

NordicPhotos/GettyImages

Reading vann í dag 3-1 sigur á Burnley í viðureign tveggja Íslendingaliða í ensku 1. deildinni.

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson spiluðu allar 90 mínúturnar í liði heimamanna og Jóhannes Karl Guðjónsson sömuleiðis hjá Burnley. Noel Hunt, Stephen Hunt og Shane Long skoruðu mörk Reading en Chris McCann lagaði stöðuna í lokin fyrir Burnley.

Birmingham er á toppi deildarinnar með 23 stig eftir 1-0 sigur á QPR í hádegisleiknum og Wolves er í öðru sæti með 22 stig eftir að tapa öðrum leik sínum í röð 3-1 í dag - nú fyrir Swansea á útivelli.

Reading situr í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig og Sheffield United hefur 17 stig í þriðja sætinu.

Aron Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry sem vann 4-1 sigur á Southampton.

Úrslitin í 1. deildinni í dag:

Blackpool-Cardiff 1:1

Birmingham-Q.P.R. 1:0

Barnsley-Doncaster 4:1

Charlton-Ipswich 2:1

Norwich-Derby 1:2

Nott.Forest-C.Palace 0:2

Plymouth-Sheff.Wed. 4:0

Reading-Burnley 3:1

Sheff.Utd.-Bristol C. 3:0

Swansea-Wolves 3:1

Watford-Preston 2:1

Coventry-Southampton 4:1

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×