Lífið

Kreppudíll á Mezzoforte í Eyjum

Mezzoforte.
Mezzoforte.

Stórtónleikar hljómsveitarinnar Mezzoforte fara fram í Höllinni í Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 9. október næstkomandi.

„Mezzoforte hafði samband við mig. Ég hef mikið verið í tónleikahaldi í Vestmannaeyjum og á öðrum stöðum," svarar Skapti Örn Ólafsson skipuleggjandi tónleikanna þegar Vísir spyr út í viðburðinn.

„Þeir eru að taka upp plötu hér í Vestmannaeyjum. Það sem merkilegt þykir, er að þeir tóku lítið stúdíó í Eyjum fram yfir stórt stúdíó í Þýskalandi. Síðan ákváðu þeir að rigga upp tónleikum hérna í leiðinni."

„Ég fór af stað og fékk Flugfélag Íslands í lið með okkur. Flugið kostar aðeins 9900 krónur fram og til baka og miðar á tónleikana eru innifaldir. Þetta er kreppudíll," segir Skapti.

 

Sjá meira hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.