Fótbolti

Trapattoni kynntur sem þjálfari Írlands á miðvikudag

Elvar Geir Magnússon skrifar
Giovanni Trapattoni.
Giovanni Trapattoni.

Giovanni Trapattoni verður kynntur sem nýr þjálfari írska landsliðsins á miðvikudag. Samningur hans við Red Bull Salzburg í Austurríki rennur út í maí. Trapattoni er fyrrum landsliðsþjálfari Ítalíu.

Trapattoni vann sex Ítalíumeistaratitla með Juventus og einn með Inter. Þá hefur hann einnig unnið deildarmeistaratitla með Bayern München, Benfica og Salzburg.

Ráðning hans er áfall fyrir Terry Venables sem hafði vonast eftir því að verða næsti landsliðsþjálfari Írlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×