Enski boltinn

Bolton fylgist með Tevez-málinu

NordicPhotos/GettyImages

Phil Gartside, stjórnarformaður Bolton, útilokar ekki að félagið muni leita réttar síns í Tevez-málinu svokallaða.

Gartside segir Bolton vera að fylgjast náið með viðleitni Sheffield United sem sækist eftir himinháum miskabótum frá West Ham eftir að sannað þótti að liðið hefði teflt fram ólöglegum leikmanni í Carlos Tevez.

Stjórnarformaðurinn vill meina að ef Sheffield United verði dæmt í hag, sé engin ástæða fyrir því að Bolton geti ekki leitað réttar síns á sama hátt.

Bolton tapaði 3-1 fyrir West Ham þar sem Tevez var á meðal markaskorara og vill Gartside meina að tapið hafi kostað Bolton eitt sæti í úrvalsdeildinni og því um 700,000 pund í verðlaunafé fyrir lokastöðu sína í deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×