Enski boltinn

Portsmouth ætlar að leggja fram kvörtun

NordicPhotos/GettyImages

Portsmouth ætlar að leggja inn formlega kvörtun til enska knattsprynusambandsins vegna framkomu stuðningsmanna Tottenham í garð varnarmannsins Sol Campbell um síðustu helgi.

Stuðningsmenn Tottenham hafa enn ekki fyrirgefið varnarmanninum fyrir að yfirgefa félagið og ganga í raðir erkifjenda þess í Arsenal árið 2001.

Sagt er að stuðningsmenn Lundúnaliðsins hafi hrópað ljótar svívirðingar í átt að Campbell þegar liðin mættust á Fratton Park á sunnudaginn og hefur málið hlotið talsverða umfjöllun í breskum fjölmiðlum.

Lögreglan rannsakaði málið eftir að kvörtun barst þar inn á borð, en sagðist ekki geta aðhafst í málinu þar sem ekki væri hægt að sækja einstaklinga til saka.

Enska knattspyrnusambandið er ekki í aðstöðu til að gera neitt í málinu fyrr en Portsmouth leggur fram formlega kvörtun - og nú mun það væntanlega gerast.

Arsene Wenger stjóri Arsenal sagði í dag að þó hann fordæmdi framkomu sem þessa, væru stuðningsmenn Tottenham ekki að hrópa að Campbell af því þeir hötuðu hann - heldur einmitt af því þeim þætti svo vænt um hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×