Lífið

Útilokar ekki fleiri X-Files myndir

David Duchovny og Gillian Anderson við frumsýningu myndarinnar í London fyrr í kvöld. MYND/AFP
David Duchovny og Gillian Anderson við frumsýningu myndarinnar í London fyrr í kvöld. MYND/AFP

Leikarinn David Duchovny sem leikið hefur alríkismanninn Fox Mulder í X-Files þáttaröðunum og tveimur kvikmyndum útilokar ekki að fleiri bíómyndir verði gerðar.

X-Files þáttaröðin rann sitt skeið á enda fyrir sex árum.

Í nýju kvikmyndinni The X-Files: I Want to Believe fara þau Duchovny og Gillian Anderson með hlutverk Mulder og Dana Scully. Áfram leita þau að hinu yfirnáttúrulega. Amanda Peet og Billy Connolly fara einnig með hlutverk í myndinni.

Aðsókn á nýju myndina olli talsverðum vonbrigðum þegar hún var frumsýnd nýverið vestanhafs. Myndin verður frumsýnd hér á landi 13. ágúst.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.