Lífið

Jessica Biel og Justin Timberlake ánægð saman

Justin Timberlake og Jessica Biel
Justin Timberlake og Jessica Biel
Leikkonan Jessica Biel og söngvarinn Justin Timberlake láta ljósmyndarana sem elta þau á röndum ekki fara í taugarnar á sér enda hamingjusöm saman þrátt fyrir að hún segist ekki hafa neina löngun til að giftast.

26 ára Jessica segist ekki verða vonsvikin þó hún myndi aldrei koma til með að giftast en hún hefur átt í ástarsambandi við söngvarann Justin Timberlake frá því í fyrra.

„Ég held að þegar maður tekur ákvörðun um að eignast fjölskyldu lendi allt annað í öðru sæti. Ég myndi ekki vilja tapa frama mínum og sjálfstæði heldur hafa jafnvægi á milli þess og fjölskyldunnar," segir Jessica í viðtali við tímaritið Harper's Bazaar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.