Lífið

Dr Gunni ber að ofan hjá grásleppukofunum

Gunnar veitti Vísi leyfi til að birta myndina af honum topplausum í sólbaði.
Gunnar veitti Vísi leyfi til að birta myndina af honum topplausum í sólbaði.

„Hún er nú bara í hausnum á mér ennþá en það á að reyna að ná henni út og fá aðstoðargestasöngvara kannski," svarar Gunnar Lárus Hjálmarsson, Doktor Gunni, þegar Vísir spyr hann um væntanlega sólóplötu og fleira.

„Ég mun leita til helstu söngvara þjóðarinnar en ég er ekki búinn að tala við neinn. Þetta verður svona fullorðinsplata."

„Að fá útgefanda er ekkert mál í dag á stafrænum tímum, þá gerir maður þetta sjálfur svo fékk ég 150 þúsund króna styrk frá FTT (Félag tónskálda og textasmiða)."

„Nú er Popppunktur á Rás 2 og þar er komið í átta liða úrslit. Sigurvegarinn mun standa uppi í september. Það er rétt, ég komst hvergi inn í sjónvarp með þáttinn en það eru áhugasamar stöðvar en það á eftir að semja. Það gerist vonandi á næsta ári. Það eru komin fjögur ár í hvíld sem er ágætt því við vorum í fjórar annir með þetta og búnir að fá alla í þáttinn. Nú er komin ný poppkynslóð."

Alltaf ber að ofan í sólbaði? „Já ég er með mína eigin baðströnd á Ægisíðunni fyrir utan grásleppukofana. Lufsan (eiginkona Gunnars) er stundum með mér en hún nennti ekki í gær," svarar Gunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.