Lífið

Kate Hudson frjáls eins og fuglinn

Kate Hudson
Kate Hudson

Leikkonan Kate Hudson og hjólakappinn Lance Armstrong sem hafa verið kærustupar í þrjá mánuði eru hætt saman samkvæmt tímaritinu Us Weekly.

Þegar Kate kynnti Lance fyrir móður sinni leikkonunni Goldie Hawn var talið að henni væri alvara með sambandinu.

Kate ásamt Lance Armstrong

Vinir segja Kate og Lance skilja í sátt. Þau ákváðu í sameiningu að ástarblossinn var ekki lengur til staðar.

Á meðan Kate naut lífsins í Cannes og Mónakó með Lance drekkti hennar fyrrverandi, leikarinn Owen Wilson, sorgum sínum heima fyrir í félagsskap ljóshærðra tvífara hennar.

Owen og Kate

Owen var svo miður sín eftir fyrri sambandsslit þeirra á síðasta ári að hann reyndi að fremja sjálfsmorð.

Það flækti málin töluvert því Lance Armstrong er góður vinur Owen. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skiptið sem þeir róa á sömu mið því þeir hafa báðir verið kærastar söngkonunnar Sheryl Crow.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.