Lífið

Lýtaaðgerðir óþarfar segir Catherine Zeta Jones

Sami barmur? Nei ekki alveg.
Sami barmur? Nei ekki alveg.

Leikkonan Catherine Zeta Jones er stödd á Frönsku Ríveríunni ásamt 63 ára eiginmanni sínum, Michael Douglas, og tveimur börnum þeirra. Eins og myndirnar sýna hugar leikkonan mjög vel að útlitinu með því að forðast geisla sólarinnar.

Catherine hefur oftar en einu sinni tekið það fram að ekkert er hæft í orðrómi um að hún þjáist af lystarstoli eða hafi gengist undir lýtaaðgerðir þó að myndirnar sýni annað þegar barmur hennar er annars vegar.

Michael og Catherine.

Leikkonan hefur löngum verið þekkt fyrir afar kvenlegan vöxt og andstöðu við megrunarmaníu ungstyrnanna í Hollywood.

Catherine sagði í samtali við People tímaritið að hún hafi einfaldlega breytt um matarræði.

Áður fyrr hafi hún borðað brauð í öll mál, en þeir dagar séu liðnir. Nú borði hún skynsamlega og hreyfi sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.