Innlent

Eggjakast og blómvendir á Austurvelli

Eggjum og snjóboltum var kastað á Alþingshúsið eftir að útifundinum lauk á Austurvelli í dag. Þó voru ekki allir í vígahug.

Stuttu eftir að útifundinum lauk á Austurvelli hóf hópur manna að kasta eggjum og klósettpappír í átt að alþingishúsinu og þá var kveikt í pappír hér við alþingisdyrnar. Fjölmennt lögreglulið var á svæðinu en enginn var þó handtekinn. Þeir sem stóðu á bak við eggjakastið virtust flestir vera í yngri kantinum.

Þá krafðist annar hópur manna þess að fá að fara inn í Alþingishúsið. „Ég vil bara að þeir opni fyrir okkur húsið og að við fáum svör við þessum sprurningum sem brenna á fólkinu í þessu landi," sagði einn þeirra. Sumir gáfu hins vegar lögreglunni blóm.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×