Innlent

Helmingur vill Rúv af auglýsingamarkaði

Samkvæmt könnun MMR segist helmingur aðspurðra vilja Rúv af auglýsingamarkaði. Mikill munur er á afstöðu eftir aldri en kjósendur Sjálfstæðisflokksins vilja síst af öllum að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði.

Um er að ræða síma- og netkönnun fólks á aldrinum 18-67 ára sem valdir voru handahófskennt úr þjóðskrá. Alls svöruðu 2646 einstaklingar könnuninni.

Alls segjast 51,5% vera hlynnt því að Ríkissjónvarpið hverfi af auglýsingamarkaði. Tæp 70% þeirra sem eru undir þrítugu segjast fylgjandi því að Ríkissjónvarpið hverfi af auglýsingamarkaði á sama tíma og 70% þeirra sem eru fimmtugir eða eldri segjast því andvígir.

Einnig var kannað hversu mikið traust fók ber til fjölmiðla. Fréttastofa Sjónvarps trónir þar á toppnum með tæp 77% traust. Mbl.is er með tæp 64% og Fréttastofa Stöðvar 2 með 49%. Fréttablaðið er með 45,2% og Vísir.is 32.5%.

Viðskiptablaðið mældist með 29,8%, Eyjan.is 13,6% og DV 4,7%.

Þetta kemur fram í fréttatillkynningu frá Markaðs og miðlarannsóknum ehf (MMR).








Fleiri fréttir

Sjá meira


×