Innlent

Steingrímur J. útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn

Steingrímur J. Sigfússon formaður VG útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn fari svo að núverandi ríkisstjórnarsamstarf heyri sögunni til. Þetta kom fram í máli Steingríms í þættinum Silfur Egils í dag.

Steingrímur segir að eina mögulega samstarfið milli VG og Sjálfstæðisflokks væri á þeim nótum að boða ætti til kosninga strax. Þá væri VG tilbúið sem aðili að einhverskonar bráðabirgða- eða þjóðstjórn þar til kosningum væri lokið.

Fram kom í máli Steingríms að hann vill nánara samstarf við Norðmenn um lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar. Það hafi berlega komið í ljós á nýafstöðnu þingi Norðurlandaráðs að Norðmenn eru sú þjóð sem eru okkur Íslendingum hvað velviljaðastir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×