Lífið

Rúnar Eff á von á öðru barni

Rúnar Eff sem gaf út plötuna Farg í mars inniheldur meðal annars lagið Take on me sem hefur notið vinsælda hér á landi og í Noregi.
Rúnar Eff sem gaf út plötuna Farg í mars inniheldur meðal annars lagið Take on me sem hefur notið vinsælda hér á landi og í Noregi.

„Ég hef búið í Danmörku í fjögur ár en ég flutti þangað til að spila íshokkí með Vojens Lions. Ég býst við að flytja heim í kringum jólin," svarar tónlistarmaðurinn Rúnar Freyr Rúnarsson eða Rúnar Eff eins og hann kýs að kalla sig þegar Vísir spyr út í komu hans til Íslands og fjölskylduhagi.

Hljómsveitin Aha öðlaðist heimsfrægð með lagið Take on me.

„Ég var að klára söngnám við skóla sem heitir Complete Vocal Institute. Í Danmörku flakka ég á milli staða þar sem ég syng og spila tónlist. Ég bý þar með konu og fimm ára syni mínum. Svo eigum við von á öðru barni sem fæðist í nóvember."

„Ég er með tónleika á Akureyri á morgun, fimmtudag, á Græna hattinum, klukkan níu. Svo er ég með tónlieka á laugardagkvöldið í Reykjavík en þeir verða í Skífunni á Laugaveginum og byrja klukkan átta. Það kostar 1000 krónur inn."

„Ég flyt aðallega lög af plötunni minni og ef það er stemning í salnum tökum við einhver skemmtileg koverlög."

Heimasíða Rúnars Eff.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.