Ella Dís styrkt með veglegum tónleikum Atli Steinn Guðmundsson skrifar 12. október 2008 14:33 Ella Dís Laurens. Margt verður um dýrðir á tónleikum til styrktar Ellu Dísar Laurens, tveggja ára gamallar stúlku með sjálfsofnæmi sem Vísir hefur fjallað reglulega um síðan í fyrra. Það er Inga Björg Stefánsdóttir, tónmenntakennari við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi sem hefur veg og vanda af skipulagningu tónleikana. „Nú viljum við bara fá fólk til að gleyma kreppunni og eiga notalega stund með frábærum listamönnum í Háskólabíói annað kvöld," segir Inga en tónleikarnir hefjast klukkan 20 annað kvöld í aðalsal bíósins. Fjöldi listamanna kemur fram á tónleikunum og gefa þeir allir vinnu sína. Má þar nefna Pál Óskar, Diddú, Magna, Pál Rósinkrans, Jóhann Friðgeir, Bryndísi Ásmundsdóttur, Selmu, Jóhönnu Vigdísi, Huldu Björk Garðarsdóttur, Sigríði Beinteinsdóttur, Þórunni Lárusdóttur, Valgerði Guðnadóttur, Stefán Stefánsson, Margréti Eir og fleiri og fleiri. Sárt að hún hafi áhyggjur af peningum líka Undirleikurinn er svo í höndum hljómsveitar Karls Olgeirssonar sem Inga ber mjög vel söguna og segir drifkraft hans með ólíkindum. „Eini tíminn sem hann hefur til að vinna í þessu er á nóttunni og hann gerir það," segir hún. „Manni finnst bara svo sárt að sjá að móðir Ellu Dísar þurfi að hafa áhyggjur af peningum líka ofan á allt annað," segir Inga sem rakst á frásögn móðurinnar, Rögnu Erlendsdóttur, á bloggsíðu hennar. Í athugasemdum á blogginu hafi svo einhver stungið upp á að halda styrktartónleika og Inga hafi ákveðið að demba sér beint í það verkefni. „Auglýsingastofan Pipar hefur líka verið alveg æðisleg. Ég talaði við Sigga Hlö sem er að vinna þar og þeir hönnuðu allar útgáfurnar af plakatinu alveg ókeypis," bætir Inga við. Eins hafi stjórnendur Háskólabíós komið mjög ríkulega á móts við hana og öll framkvæmdin einkennst hreinlega af gleði og jákvæðni. Miða á tónleikana má nálgast á midi.is og í miðasölunni í Háskólabíó. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Margt verður um dýrðir á tónleikum til styrktar Ellu Dísar Laurens, tveggja ára gamallar stúlku með sjálfsofnæmi sem Vísir hefur fjallað reglulega um síðan í fyrra. Það er Inga Björg Stefánsdóttir, tónmenntakennari við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi sem hefur veg og vanda af skipulagningu tónleikana. „Nú viljum við bara fá fólk til að gleyma kreppunni og eiga notalega stund með frábærum listamönnum í Háskólabíói annað kvöld," segir Inga en tónleikarnir hefjast klukkan 20 annað kvöld í aðalsal bíósins. Fjöldi listamanna kemur fram á tónleikunum og gefa þeir allir vinnu sína. Má þar nefna Pál Óskar, Diddú, Magna, Pál Rósinkrans, Jóhann Friðgeir, Bryndísi Ásmundsdóttur, Selmu, Jóhönnu Vigdísi, Huldu Björk Garðarsdóttur, Sigríði Beinteinsdóttur, Þórunni Lárusdóttur, Valgerði Guðnadóttur, Stefán Stefánsson, Margréti Eir og fleiri og fleiri. Sárt að hún hafi áhyggjur af peningum líka Undirleikurinn er svo í höndum hljómsveitar Karls Olgeirssonar sem Inga ber mjög vel söguna og segir drifkraft hans með ólíkindum. „Eini tíminn sem hann hefur til að vinna í þessu er á nóttunni og hann gerir það," segir hún. „Manni finnst bara svo sárt að sjá að móðir Ellu Dísar þurfi að hafa áhyggjur af peningum líka ofan á allt annað," segir Inga sem rakst á frásögn móðurinnar, Rögnu Erlendsdóttur, á bloggsíðu hennar. Í athugasemdum á blogginu hafi svo einhver stungið upp á að halda styrktartónleika og Inga hafi ákveðið að demba sér beint í það verkefni. „Auglýsingastofan Pipar hefur líka verið alveg æðisleg. Ég talaði við Sigga Hlö sem er að vinna þar og þeir hönnuðu allar útgáfurnar af plakatinu alveg ókeypis," bætir Inga við. Eins hafi stjórnendur Háskólabíós komið mjög ríkulega á móts við hana og öll framkvæmdin einkennst hreinlega af gleði og jákvæðni. Miða á tónleikana má nálgast á midi.is og í miðasölunni í Háskólabíó.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira