Lífið

Læknir Angelinu boðar til blaðamannafundar

Dr. Michel Sussmann, læknir Angelinu Jolie á sjúkrahúsinu í Frakklandi þar sem tvíburar hennar fæðast innan skamms hefur boðað til blaðamannafundar í dag.

Talsmaður spítalans sagði í gær að Angelina hefði verið lögð þar inn, en að eitthvað væri í að hún fæddi. Leikkonan átti að eigin sögn von á sér í ágúst. Almennt er þó búist við því að efni blaðamannafundarins verði fæðing tvíburanna, en algeng er að fjölburafæðingar séu nokkuð fyrir tímann.

Tvíburarnir, sem slúðurpressan vestanhafs vill meina að séu stúlkur, verða fimmta og sjötta barn Angelinu og kærastans Brads Pitt. Fyrir eiga þau synina Maddox og Pax og dæturnar Sahöru og Shiloh, sem eru á aldrinum tveggja til sjö ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.