Lífið

Amy Winehouse útskrifuð af spítalanum

Amy Winehouse.
Amy Winehouse.

Þá hefur Amy Winehouse, 24 ára, verið útskrifuð af spítalanum. Talsmaður söngkonunnar segir hana vera undir ströngu eftirliti lækna og sækja spítalann reglulega í nákvæma skoðun.

Enginn kærir sig um að neyða hana til að vera lokaða inni á spítala. Hún ræður algjörlega ferðinni, segir talsmaður Amy Winehouse sem þjáðist af forstigseinkennum sem hefðu auðveldlega þróast yfir í lungnaþembu ef ekkert yrði að gert.

Söngkonan, sem hefur dvalið í 10 daga á sjúkrahúsi frá því hún hné niður á heimili sínu, þarf núna að taka til í sínum málum ef hún ætlar sér að ná bata í baráttunni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.