Innlent

Aðeins 90 ökutæki nýskráð á síðustu tveimur vikum

Aðeins 90 ökutæki voru nýskráð hér á landi á fyrstu tveimur vikum nóvembermánaðar. Samkvæmt tölum Umferðarstofu eru það tólf sinnum færri ökutæki en á sama tíma í fyrra en þá reyndust þau um ellefu hundruð.

Tölur Umferðarstofu sýna einnig að á fyrstu 318 dögum ársins voru nærri 17.300 ökutæki nýskráð hér á landi en á sama tíma í fyrra voru þau nærri tíu þúsund fleiri. Nemur fækkunin á milli ára ríflega 36 prósentum.

Einnig hefur orðið mikil fækkun í eigendaskiptum ökutækja milli ára. Þau voru um 75 þúsund fyrstu 318 daga þessa árs en reyndust rúmlega 94 þúsund á sama tíma í fyrra. Hlutfallsleg fækkun eigendaskipta nemur því fimmtungi milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×