Lífið

Katie Holmes talin ófrísk - myndir

Katie Holmes
Katie Holmes

Ekki nóg með að fjölmiðlar vestan hafs velti sér upp úr þeirri staðreynd að leikkonan Katie Holmes er orðin langþreytt á að deila heimili sínu með tengdafjölskyldu sinni og vill fá smá frið og næði heldur lítur hún út fyrir að ganga með barn eiginmannsins Tom Cruise undir belti.

Katie Holmes getur ekki beðið eftir því að verða ólétt aftur. Suri litla er orðin tveggja ára, og samkvæmt heimildum E-online saknar Katie þess að vera með ungabarn á heimilinu.

Vinir parsins segja að Tom hafi alls ekki neitt á móti hugmyndum eiginkonunnar. Hann hafi alltaf langað í fleiri börn, en Katie hafi hingað til staðið á bremsunni.

Nýlegar myndir af leikkonunni ýta undir vangavelturnar svo sannarlega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.