Fótbolti

Torres: Spánn átti skilið að vinna

Fernando Torres með bikarinn góða í kvöld.
Fernando Torres með bikarinn góða í kvöld. Nordic Photos / AFP
Markaskorarinn Fernando Torres sagði eftir sigur sinna manna á EM 2008 í kvöld að Spánverjar hefðu átt sigurinn skilið þar sem liðið spilaði best í öllu mótinu.

Torres skoraði sigurmark úrslitaleiksins gegn Þjóðverjum í Vínarborg í kvöld í fyrri hálfleik og tryggði þar með Spánverjum sinn fyrsta stórtitil í knattspyrnu í 44 ár. Þetta var einnig fyrsti titill Torres, bæði með félagsliði og landsliði.

„Ég er gríðarlega ánægður. Ég hef ekki enn áttað mig á því hverju við höfum áorkað með þessum sigri. Liðið spilaði best allra liða í allri keppninni og við höfum skapað okkur sess í evrópskri knattspyrnusögu."

„Draumurinn hefur ræst. Þetta er minn fyrsti titill og ég vona að hann verði aðeins sá fyrsti af mögum. Það er næstum jafn merkilegt að verða Evrópumeistari og heimsmeistari. Við erum vanir því að horfa á úrslitaleiki í sjónvarpi en í dag vorum við hér og við unnum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×