Innlent

TF Líf sótti slasaða konu í Flatey

TF Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, var fyrir stundu að taka á loft frá Flatey þar sem hún sótti slasaða konu sem þarf að komast undir læknishendur.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni slasaðist konan í gærkvöldi þegar hún fékk tjaldsúlu í augað en ekki er um alvarlegt slys að ræða. Ferjan Baldur fer ekki frá eynni í bráð og því var þyrlan kölluð út til þess að sækja konuna.

Flogið verðu með hana til Reykjavíkur og lent á flugvellinum, hún mun síðan sjálf fara upp á sjúkrahús.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×