Erlent

Ban ætlar til Búrma

Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, Ban Ki-Moon, ætlar til Búrma í vikunni til þess að ræða við herforingjastórnina þar um hversu erfiðlega gengur að koma hjálpargögnum til bágstaddra í landinu.

Fellibylur reið yfir Búrma fyrr í mánuðinum með skelfilegum afleiðingum en starfsmenn hjálparstofnanna hafa átt erfitt með að athafna sig vegna tortryggni herforingjastjórnar sem öllu ræður.

Búist er við að Ban komi til Búrma á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×