Lífið

Pete, Amy og gæludýrin

Kiss kiss.
Kiss kiss.

Breskir slúðurmiðlar komust svo sannarlega í feitt þegar Amy Winehouse og Pete Doherty fóru að rugla saman reitum. The Sun segir frá myndbandi sem tekið var af parinu um daginn þar sem þau sjást leika sér að ketti og hvítum músum.

Í myndbandinu sést Amy sitjandi á gólfinu þar sem hún leikur sér að kettinum hans Pete sem ekki er nafngreindur. Þegar hún veifar loppunni framan í myndavélina mjálmar veslings dýrið og þá stynur Pete náfölur í framan: „Hann talaði, hann talaði,"viðbrögð söngvarans eru sögð benda eindregið til þess að ítrekaðar meðferðir hans hafi ekki borið tilætlaðan árangur.

Hann er nýsloppin úr fangelsi eftir að hafa rofið skilorð sem hann var dæmdur í vegna neyslunnar. Þegar hann kom úr fangelsinu lýsti hann því fyrir blaðamanni hvernig hann hafi verið nálægt því að drepa kisu litlu rétt áður en honum var stungið inn. „Ég náði í skóflu og var að fara að drepa annan köttinn. Þá áttaði ég mig á því að ég væri í dálitlum vandræðum. Þetta var brjálaður tími," sagði Pete um daginn, en kisinn virðist hafa komist aftur í náðina hjá stjörnunni og Amy er greinilega mikil kattarkona, sem kemur einhvern veginn ekki á óvart.

Myndbandið má sjá hér. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.