Fingralangir á ferli á Suðurlandi 27. október 2008 14:25 Nokkur þjófnaðarmál komu til kasta lögreglunnar á Selfossi í liðinni viku. Þannig var tilkynnt um innbrot í íbúð að Reykjabraut á Laugarvatni á föstudag. Þaðan var stolið skartgripum og áfengi. Sá sem þarna var að verki hafði spennt upp hurð til að komast inn í íbúðina þar sem hann rótaði heilmkið til. Talið er að innbrotið hafi átt sér stað á tímabilinu frá 18. til 21. október. ,,Upplýsingar hafa borist um að á þessu tímabili hafi sést til Land Rover Discoveri við húsið en þessi sama bifreið hafi sést í skurði við Eyvindatungu neðan við Laugarvatn. Ef einhver kannast við að hafa veitt aðstoð við að ná bifreiðinni upp úr skurðinum er hann beðinn um að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010," segir í dagbókinni. Þar kemur einnig fram að fimm ungmenni hafi verið handtekin í síðustu viku vegna rannsóknar á nokkrum innbrotum sem átt hafa sér stað í sýslunni að undanförnu. Tveir viðurkenndu innbrot í söluskálann Árborg við Árnes. Þá gengust þeir við nokkrum innbrotum í Vestmannaeyjum frá því haust og hafa verið þar til rannsóknar. Enn fremur kom fram að lögreglumenn hefðu komist á snoðir um að verið væri að mála bifhjól í bílskúr á Selfossi. Grunsemdir vöknuðu um að hjólið væri stolið. Í ljós kom að hjólinu hafði verið stolið í Reykjavík og þjófurinn fengið saklaust ungmenni á Selfossi til að geyma hjólið. Sá grunaði var handtekinn og yfirheyrður ásamt manni sem handtekinn var í Reykjavík og er talinn vera vitorðsmaður. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Nokkur þjófnaðarmál komu til kasta lögreglunnar á Selfossi í liðinni viku. Þannig var tilkynnt um innbrot í íbúð að Reykjabraut á Laugarvatni á föstudag. Þaðan var stolið skartgripum og áfengi. Sá sem þarna var að verki hafði spennt upp hurð til að komast inn í íbúðina þar sem hann rótaði heilmkið til. Talið er að innbrotið hafi átt sér stað á tímabilinu frá 18. til 21. október. ,,Upplýsingar hafa borist um að á þessu tímabili hafi sést til Land Rover Discoveri við húsið en þessi sama bifreið hafi sést í skurði við Eyvindatungu neðan við Laugarvatn. Ef einhver kannast við að hafa veitt aðstoð við að ná bifreiðinni upp úr skurðinum er hann beðinn um að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010," segir í dagbókinni. Þar kemur einnig fram að fimm ungmenni hafi verið handtekin í síðustu viku vegna rannsóknar á nokkrum innbrotum sem átt hafa sér stað í sýslunni að undanförnu. Tveir viðurkenndu innbrot í söluskálann Árborg við Árnes. Þá gengust þeir við nokkrum innbrotum í Vestmannaeyjum frá því haust og hafa verið þar til rannsóknar. Enn fremur kom fram að lögreglumenn hefðu komist á snoðir um að verið væri að mála bifhjól í bílskúr á Selfossi. Grunsemdir vöknuðu um að hjólið væri stolið. Í ljós kom að hjólinu hafði verið stolið í Reykjavík og þjófurinn fengið saklaust ungmenni á Selfossi til að geyma hjólið. Sá grunaði var handtekinn og yfirheyrður ásamt manni sem handtekinn var í Reykjavík og er talinn vera vitorðsmaður.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira