Lífið

Moore gerir framhald Farenheit 9/11

Leikstjórinn Michael Moore hyggst gera framhald á geysivinsælli heimildamynd sinni, Farenheit 9/11. Myndin fjallaði um afleiðingar hryðjuverkanna ellefta september á bandarískt þjóðfélag og stöðu þess í heiminum og var harkaleg og jafnan fyndin gagnrýni á George Bush og stjórn hans.

Sú gagnrýni hitti í mark, og varð 9/11 fyrsta heimildarmynd allra tíma til að þéna meira en hundrað milljónir dollara í bandaríkjunum, auk þess sem hún hlaut fjölda verðlauna, þar á meðal Gullpálmann í Cannes.

Nýja myndin mun róa á svipuð mið og sú fyrri, þó án þess að taka Bush núverandi sérstaklega fyrir. Áætlað er að frumsýna hana næsta vor, stuttu eftir að forsetinn núverandi lætur af embætti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.