Enski boltinn

Essien með slitið krossband í hné

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Essien, leikmaður Chelsea.
Michael Essien, leikmaður Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Chelsea verður án Michael Essien næsta hálfa árið að minnsta kosti eftir í ljós kom að hann hafði slitið krossband í hné í landsleik Gana og Libíu í Trípólí á föstudaginn.

Essien mun gangast undir aðgerð á hné þegar bólgan hefur hjaðnað. Michael Owen, leikmaður Newcastle, sleit sama krossband á leik í HM 2006 og var frá keppni í tíu mánuði.

Hann hefur verið lykilmaður í liði Chelsea síðan hann kom til félagsins frá Lyon fyrir 24 milljónir punda árið 2005. Hann hefur skorað fjórtán mörk í 132 leikjum.

Það hefur áður þótt tilefni til lögsókna þegar að leikmaður sem er samningsbundinn knattspyrnufélagi meiðist svo illa í landsleik. Chelsea kynni því að fara fram á skaðabætur frá knattspyrnusambandi Gana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×