Lífið

Tvíburarnir eru glasabörn

Jolie og Pitt með börnin sín.
Jolie og Pitt með börnin sín.

Angelina Jolie varð ófrísk af nýfæddum tvíburum hennar og Brad Pitt með glasafrjóvgun. Það er tímaritiði US Weekly sem heldur þessi fram en þar er haft eftir heimildarmanni að leikkonan hafi viljað verða ófrísk fljótt, og jók með þessu líkurnar á að verða þunguð.

Í blaðinu segir sérfræðingur að líkurnar á því að 33 ára gömul kona eignist tvíbura með náttúrulegum hætti séu innan við 1%, en með glasafrjóvgun sé hægt að auka þær líkur upp í 25%.

Tvíburarnir sem bera nöfnin Knox Leon og Vivienne Marcheline komu í heiminn þann 12.júlí. Heimildarmaður blaðsins segir, „Þau komu undir með frjóvgun í tilraunarglasi."

„Þau vildu bæði eignast fleiri börn mjög fljótt."

Angelina hefur áður sagt að hún vilji að fjölskylda sín stækki ört. „Ef við ætlum að eignast 10 börn viljum við ala þau upp á meðan við erum ung."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.