Lífið

Brynja Þorgeirsdóttir kynnir úrslitin í Eurovision

ea skrifar

Landsþekkta sjónvarpskonan Brynja Þorgeirsdóttir mun kynna útkomu íslensku kosningarinnar í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem verður haldin í 53. skiptið í Belgrad í maí.

43 þjóðir taka þátt í keppninni og í fyrsta skipti í sögu keppninnar verða tvær undankeppnir og 19 þjóðir taka þátt í hvorri. 10 efstu í hvorri keppni vinna sér sæti í úrslitum en þar eiga fyrir sæti sigurlandið frá í fyrra, Serbía, Bretland, Frakkland, Spánn og Þýskaland.

Fyrri undankeppnin verður 20. maí, sú seinni 22. maí og úrslitin verða laugardagskvöldið 24. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.