Lífið

Daily Mail biður Lisu Presley afsökunar á offituumælum

Breska slúðurblaðið Daily Mail hefur beðið Lisu Marie Presley innilegrar afsökunar á því að hafa kallað hana yfirvigtarútgáfu af föður sínum Elvis Presley.

Fréttin í Daily Mail fór víða um heiminn og hin fertuga söngkona þótti heldur betur að sér vegið. Ástæða þess að hún er fremur þybbin þessa dagana er að hún á von á þriðja barni sínu með manni sínum Michael Lockwood. Lisu þótti ekki viðeigandi að vera gerð að aðhlátursefni vegna þess að hún er ólétt.

Ekki er vitað hvort afsökun Daily Mail er nóg til þess að Lisa Marie hætti við skaðabótamál gegn blaðinu vegna ummælanna.

Lockwood er fjórði eiginmaður Lisu en hún á tvö börn með fyrsta eiginmanni sínum Danny Keogh. Hjónabönd hennar með Michael Jackson og Nicolas Cage voru barnlaus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.