Erlent

Ræða við sjóræningja um lausnargjald fyrir risaolíuskip

Eigendur risaolíuskipsins Sirius Star, sem sjóræningar hertóku úti fyrir ströndum Sómalíu, eiga nú í viðræðum um greiðslu lausnargjalds fyrir skipið. Frá þessu greindi utanríkisráðherra Sádi-Arabíu eftir hádegið.

Skipinu var rænt í laugardag þegar það var á leið frá Sádi-Arabíu til Bandaríkjanna með tvær milljónir fata af olíu en um er að ræða eitt af stærstu skipum heims. 25 eru í áhöfn skipsins. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu sagði þarlend stjórnvöld ekki semja við hryðjuverkamenn en að eigendur skipsins hefðu tekið þá ákvörðun að leita samninga.

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa sjóræningjar látið mikið til sín taka undan ströndum Sómalíu að undanförnu. Fregnir bárust þó að því að indverska sjóhernum hefði tekist að sökkva því sem kallað er móðurskip sjóræningja á Aden-flóa við Sómalíu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×