Enski boltinn

Real endanlega hætt við Ronaldo

NordicPhotos/GettyImages

Forseti Real Madrid segir að félagið sé hætt við áform sín um að reyna að kaupa portúgalska landsliðsmanninn Cristiano Ronaldo frá Manchester United.

Ramon Calderon staðfesti þetta í samtali við Sky fréttastofuna í dag. "Það er ekki hægt að kaupa Ronaldo. Málinu er lokið. Við töluðum við United á síðustu leiktíð en félagið vildi ekki selja hann. Við viljum ekki stofna vináttu okkur við félag eins og United í hættu og höfum sætt okkur við að leikmaðurinn vill vera áfram á Englendi. Málið er úr sögunni, ekki aðeins fram í janúar, heldur endanlega, að ég held," sagði forsetinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×