Segir mótmælin hafa verið fámenn í dag 1. desember 2008 22:19 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að gangan niður Laugaveg í dag hafi verið ákaflega fámenn. Aðeins nokkur hundruð manns hafi sinnt kallinu um þjóðfund á Arnarhóli. Hann segir trúverðugleika fjölmiðlamanna bíða hnekki, þegar þeir leitast við að mikla fjölda þátttakenda í mótmælum. Þetta kemur fram á heimasíðu Björns í kvöld. „Ég ók framhjá stjórnarráðshúsinu í þann mund, sem Eva Hauksdóttir efndi til vargastefnu eða svartagaldurs gegn ríkisstjórn og embættismönnum á blettinum framan við húsið. Fámennur hópur veifaði svörtum flöggum og einu rauðu og svörtu. Norðanvindurinn lék um fánana og var það eina lífsmarkið með þessu furðuverki. Ég skil ekki hvernig Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sjónvarpsfréttamaður mbl.is, gat komist að þeirri niðurstöðu, að uppátækið hefði vakið „talsverða athygli" eins og hún orðaði það. Trúverðugleiki fjölmiðlamanna bíður hnekki, þegar þeir leitast við að mikla fjölda þátttakenda í mótmælum, enda hljóta þau að snúast um annað en talningu á þeim, sem koma til þeirra - eða hvað? Gangan niður Laugaveg var ákaflega fámenn í dag og aðeins nokkur hundruð manns sinntu kalli um þjóðfund á Arnarhóli. Að honum loknum hélt hópur fólks að seðlabankahúsinu og inn í anddyri þess í óþökk húsráðenda og lögreglu. Mótmælendur hurfu af vettvangi án vandræða." Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Rigning í dag Veður Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að gangan niður Laugaveg í dag hafi verið ákaflega fámenn. Aðeins nokkur hundruð manns hafi sinnt kallinu um þjóðfund á Arnarhóli. Hann segir trúverðugleika fjölmiðlamanna bíða hnekki, þegar þeir leitast við að mikla fjölda þátttakenda í mótmælum. Þetta kemur fram á heimasíðu Björns í kvöld. „Ég ók framhjá stjórnarráðshúsinu í þann mund, sem Eva Hauksdóttir efndi til vargastefnu eða svartagaldurs gegn ríkisstjórn og embættismönnum á blettinum framan við húsið. Fámennur hópur veifaði svörtum flöggum og einu rauðu og svörtu. Norðanvindurinn lék um fánana og var það eina lífsmarkið með þessu furðuverki. Ég skil ekki hvernig Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sjónvarpsfréttamaður mbl.is, gat komist að þeirri niðurstöðu, að uppátækið hefði vakið „talsverða athygli" eins og hún orðaði það. Trúverðugleiki fjölmiðlamanna bíður hnekki, þegar þeir leitast við að mikla fjölda þátttakenda í mótmælum, enda hljóta þau að snúast um annað en talningu á þeim, sem koma til þeirra - eða hvað? Gangan niður Laugaveg var ákaflega fámenn í dag og aðeins nokkur hundruð manns sinntu kalli um þjóðfund á Arnarhóli. Að honum loknum hélt hópur fólks að seðlabankahúsinu og inn í anddyri þess í óþökk húsráðenda og lögreglu. Mótmælendur hurfu af vettvangi án vandræða."
Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Rigning í dag Veður Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira