Innlent

Norðmenn á leið til landsins að leita að fólki í ýmis störf

Forsvarsmenn norsku vinnumálastofnunar í fylkinu Sogni og Fjörðunum hyggjast koma hingað til lands til þess að leita að starfsfólki í hin ýmsu störf.

Eftir því sem fram kemur á vef Norska ríkisútvarpsins er verið að leita að fagfólki, þar á meðal kokkum, verkfræðingum og tæknifræðingum en þörf er á starfsfólki í hin ýmsu störf. Leitað er eftir fólki með mikla reynslu á vinnumarkaði, sérþekkingu og góða enskukunnáttu. Bent er á í fréttinni að Íslendingar eigi í miklum erfiðleikum vegna efnahagskreppu og fjölmargir horfi fram á atvinnuleysi og vilji því fara utan til að leita starfa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×