Erlent

Danir loka tveimur sendiráðum

Hótanir um hryðjuverk hafa neytt dönsk stjórnvöld til þess að loka sendiráðum sínum í Alsír og Afganistan og senda starfsfólk þeirra í felur. Sendiráðinu í Alsír var lokað fyrir nokkrum dögum og sendiráðinu í Afganistan verður lokað í dag. Starfsfólkið mun áfram sinna vinnu sinni frá þeim leynilegu stöðum sem það heldur sig nú.

Þeir sem þurfa á aðstoð sendiráðanna að halda þurfa að hringja í ákveðin númer eða senda tölvupóst á undan sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×