Innlent

„Ertu að rífast við mig drengur?“

G. Pétur Matthíasson fyrrverandi fréttamaður á RÚV birti nú í kvöld á blogginu sínu viðtal sem hann tók við Geir H. Haarde forsætisráðherra í byrjun árs 2007.

Ekki er víst að nýráðinn hernaðarsérfræðingur sem ráðleggur ríkisstjórninni um samskipti við fjölmiðla myndi leggja blessun sína yfir viðtalið, sem er heldur stormasamt.

Geir bregst ókvæða við spurningum fréttamanns um stöðu krónunnar og mögulega upptöku evru. Sakar hann um að vera með of fjölþættar spurningar og segir honum að gera upp við sig hvað hann ætli að spyrja um.

Þegar hitnar í kolunum í viðtalinu strunsar Geir burt, og þegar G. Pétur reynir að halda viðtalinu áfram spyr Geir meðal annars: „Ertu að rífast við mig hérna drengur?"

G. Pétur segist í blogginu sjá eftir því að hafa ekki sýnt viðtalið á sínum tíma. „Ég hefði hinsvegar, eftir á að hyggja, átt að ganga út og sýna í Sjónvarpinu viðbrögð ráðherrans við algerlega eðlilegum spurningum"

Viðtalið má sjá hér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.