Innlent

Fjöldafundur fólks í hátækni- og sprotageiranum í dag

Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, er meðal þeirra sem taka til máls.
Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, er meðal þeirra sem taka til máls.

Boðað hefur verið til fjöldafundar meðal fyrirtækja og fólks í hátækni- og sprotageiranum á Hilton Reykjavík Nordica klukkan fjögur í dag.

Fundurinn ber yfirskriftina „Núna" er tækifærið og er vísað til þess að nú sé tækifæri til að hefja markvissa uppbyggingu hátækni- og sprotafyrirtækja með virku samstarfi fyrirtækja og stjórnvala. Fyrirtæki í þessum geirum kynna starfsemi sína, koma með góðar fréttir um árangur af þróunar- og markaðsstarfi og kynna tilboð sem fela m.a. í sér að þau geti bætt við sig fólki að því gefnu að tiltekin starfskilyrði og stoðir til nýsköpunar séu fyrir hendi.

Þá kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum að ráðherrar taki til máls ásamt Björk Guðmundsdóttir söngkonu og fleirum. Að fundinum standa Samtök iðnaðarins, Samtök líftæknifyrirtækja, Samtök sprotafyrirtækja, Samtök upplýsingafyrirtækja og Háskólinn í Reykjavík.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×