Innlent

Skotlandsmálaráðherra vill peninga frá Geir

James Murphy, Skotlandsmálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að ná innistæðum Skota út af íslenskum bankareikningum. Hann kemur hingað til lands í dag þar sem hann mun funda með Geir H. Haarde.

Í viðtali á BBC í dag segist Murphy ætla að tryggja að þær 46 milljónir breskra punda sem skosk sveitarfélög hafi lagt inn í íslenska banka muni skila sér til baka. Þá vill hann einnig tryggja að skosk góðgerðarfélög fái peninga sína greidda út.

„Samskipti okkar við Ísland hafa ávallt verið góð, en auðvitað reynir á það í augnablikinu, sérstaklega vegna fjármálakrísunnar og hruns íslensku bankanna,“ segir Murphy. „Peningar í eigu skoskra sveitarfélaga og góðgerðarsamtaka eru í íslensku bönkunum og ég ætla að reyna að sannfæra íslensk stjórnvöld um að skila þeim peningum. Við höfum gert það ljóst að við munum gera hvað sem þarf til þess að hjálpa skoskum innistæðueigendum til að fá fé sitt til baka,“ segir Murphy á BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×