Lífið

Ritchie ekki að skilja

Madonna og Guy Ritchie
Madonna og Guy Ritchie

Kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie sem jafnframt er eiginmaður Madonnu segir hjónaband þeirra vera á góðu róli. Þetta kemur fram í viðtali People magazine við Ritchie þar sem hann var að kynna nýjustu kvikmynd sína RocknRolla.

,,Að mér best vitandi er hjónaband mitt í góðu lagi," hefur BBC hefur Ritchie í viðtalinu.

Fullyrt hefur verið að hjónaband þeirra sé senn á enda. Sjálf hefur Madonna sem og talsmenn hennar ítrekað vísað orðrómi um skilnað á bug. Bróðir Madonnu, Christopher Ciccone, sem jafnframt hefur skrifað bók um systur sína segir ekkert hæft í þessum sögusögnum.

Ritchie og Madonna giftu sig í desember fyrir átta árum í Skotlandi. Saman eiga þau þrjú börn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.