Innlent

Jón Sigurðsson klæddur í kjól

Neyðarstjórn kvenna stóð að gjörningi á Austurvelli í dag þar sem styttan af Jóni Sigurðssyni var klædd í kjól með þjóðlegu ívafi. Var það gert til að minna á að frá upphafi byggðar á Íslandi hafa konur ávallt verið helmingur þjóðarinnar.

,,Svo er enn í dag. Hér eftir vilja konur að karlar og konur fari jafnt með völdin á öllum sviðum samfélagsins. NÚNA er rétti tíminn," segir í tilkynningu.

Neyðarstjórn kvenna var stofnuð þann 28. október síðastliðinn að frumkvæði kvenna sem þótti nóg um ástandið og vildu efla rödd kvenna í umræðunni. Hópurinn hefur vaxið hratt og eru nú um 2000 konur skráðar í Neyðarstjórn kvenna á Facebook.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.