Lífið

Barnfóstra segir heimili Brangelinu skelfilegt

Það kemur líklega fæstum á óvart að heimili með fjórum smábörnum sé ekki rólegasti staðurinn á jarðríki. Fyrrverandi barnfóstra Brangelinu sér þó ástæðu til að tjá sig sérstaklega um heimili parsins - sem hún segir skelfilegt.

Í nýjasta tölublaði Star tímaritsins segir barnfóstran að afslappaðar uppeldisaðferðir þeirra Brad Pitt og Angelinu Jolie valdi því að börnin séu algjörlega agalaus. Matmálstímar á heimilinu séu kaótískir með eindæmum. Börnin fjögur megi borða það sem þeim sýnist, og tali mörg mismunandi tungumál við borðið. Til að kóróna lætin pípi gemsar, heimasímar og faxtæki allan sólarhringinn og stöðugar heimsóknir séu frá sendlum með föt og leikföng. „Þetta er bilun," sagði fóstran.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.