Íslenski boltinn

Fylkir úr leik í Intertoto

Elvar Geir Magnússon í Laugardal skrifar

Fylkir er úr leik í Intertoto keppninni. Liðið tapaði 0-2 fyrir FK Riga frá Lettlandi á Laugardalsvelli. Fylkismenn unnu glæsilegan sigur í fyrri leiknum ytra 2-1 en náðu sér ekki á strik í dag.

Aðeins 531 áhorfandi var á leiknum sem var í beinni textalýsingu hér á Vísi. Hér að neðan má sjá textalýsingina.

_______________________

Fylkir - FK Riga 0-2 (Samtals: 2-3)

0-1 Kalonas (7.)

0-2 Kalonas (73.)

17:52 Leik er lokið. Döpur frammistaða hjá Fylki í dag og þeir eru úr leik í þessari Intertoto-keppni.

17:48 Riga fékk dauðafæri til að skora þriðja markið en sóknarmaður þeirra skaut rétt framhjá.

17:46 Fylkismenn hafa fengið nokkur mjög góð færi síðustu mínútur til að skora og átti Kjartan Baldvinsson skot í hliðarnetið. 89 mínútur á klukkunni.

17:42 Allan Dyring kominn inn sem varamaður fyrir Halldór Hilmisson.

17:41 Fylkismenn verða að skora til að koma leiknum í framlengingu. 84 mínútur á klukkunni.

17:36 Mikil hætta skapaðist eftir hornspyrnu Fylkismanna og gestirnir náðu með naumindum að bjarga í horn.

17:31 MARK: Rika kemst yfir og nú eru þeir á leið áfram! Sami leikmaður og skoraði fyrra markið skoraði, í gegnum klofið á Fjalari í markinu.

17:30 Jóhann Þórhallsson í fínu skotfæri en skot hans slappt.

17:25 68 mínútur á klukkunni og Riga var að fá annað dauðafæri. Þeir eru talsvert líklegri en hafa þó alls ekkert verið að vaða í færum. Skot yfir af stuttu færi.

17:14 Riga fékk dauðafæri! Skalli af stuttu færi en boltinn framhjá.

17:11 Fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik mjög rólegar. Leikurinn hefur ekki verið nein afbragðs skemmtun, langt frá því.

17:02 Seinni hálfleikur hafinn.

16:45 Hálfleikur. Riga menn með forystu og staðan samtals 2-2 úr báðum leikjum. Fylkismenn eru samt áfram ef þetta eru úrslitin vegna fleiri marka á útivelli.

16:43 Kristján Valdimarsson fer meiddur af velli. Hann er borinn út af á börum og þetta lítur ekki vel út. Andrés Jóhannesson kemur inn fyrir Kristján.

16:40 Riga-menn stálheppnir að vera ekki manni færri! Leikmaður þeirra hrinti Fylkismanni greinilega en dómaratríóið sá atvikið ekki.

16:32 Gravesen með skot fyrir utan teig en skotið laust og ekki erfitt fyrir markvörð Lettana.

16:25 Gestirnir hafa talsvert meiri tök á leiknum og ná að halda boltanum mun betur á milli sín. Lítið hefur verið um færi eftir markið.

16:15 Hér hafa Lettarnir náð forystu! Þeir skoruðu á 7. mínútu.

16:00 Hér er leikurinn að hefjast. Fylkismenn eru í ansi vænlegri stöðu eftir fyrri leikinn og ljóst að Lettarnir þurfa að skora tvö mörk í þessum leik á Laugardalsvelli.

Byrjunarlið Fylkis í dag (4-4-1-1):

Fjalar Þorgeirsson

Guðni Rúnar Helgason

Þórir Hannesson

Kristján Valdimarsson

Kjartan Ágúst Breiðdal

Hermann Aðalgeirsson

Ólafur Stígsson

Valur Fannar Gíslason

Peter Gravesen

Halldór Hilmisson

Jóhann Þórhallsson














































Fleiri fréttir

Sjá meira


×