Fótbolti

Hearts í biðstöðu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vladimir Weiss, stjóri Artmedia Bratislava.
Vladimir Weiss, stjóri Artmedia Bratislava. Nordic Photos / AFP

Skoska dagblaðið Daily Record segir að Hearts sé nú í biðstöðu vegna Slóvakans Vladimir Weiss sem hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá félaginu.

Samkvæmt fregnum þurfti Weiss að svara tilboði Vladimir Romanov, eiganda félagsins, um að taka við starfinu á mánudaginn en þá hafði ekkert svar borist.

Fréttir í Slóvakíu að Weiss, sem er stjóri Artmedia Bratislava þar í landi, verði fyrst laus allra mála hjá félaginu um næstu mánaðamót.

Ef Hearts vill ráða Weiss þarf félagið því að bíða til mánðamóta. Guðjón Þórðarson er einn þeirra sem hefur einna helst verið orðaður við starfið hjá Hearts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×