Lífið

Margir opnir fyrir kynlífsumræðu

ellyarmanns skrifar
Jóna Ingibjörg opnar fyrirtækið sitt sem heitir Kynstur formlega á morgun.
Jóna Ingibjörg opnar fyrirtækið sitt sem heitir Kynstur formlega á morgun.

Visir hafði samband við Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur hjúkrunar- og kynfræðing sem opnar formlega á morgun, miðvikudag, nýtt fyrirtæki sem nefnist Kynstur.

Að hennar sögn veitir fyrirtækið þjónustu á sviði kynfræðslu, forvarna, kynlífsráðgjafar og sérfræðiverkefna í kynfræði.

"Miðað við það vægi og þann sess sem heilbrigt kynlíf skipar í hugum landsmanna mætti ætla að svo sé. Ég kem með faglega vinkilinn inn í það markmið að stuðla að kynferðislega heilbrigðu samfélagi sem er auðvitað ekkert nema einstaklingarnir sem byggja það samfélag," svarar Jóna þegar spurt er hvort þörf er á slíkri þjónustu á Íslandi.

Eru Íslendingar opnari en fyrir 10 árum gagnvart umræðunni um kynlíf?

"Tíu ár er ekki langur tími sé maður að líta til viðhorfsbreytinga en mér finnst umræðan bæði vera orðin jákvæðari sum staðar og annars staðar jafnvel neikvæðari."

"Það er auðveldara á ýmsan hátt að ræða um kynlíf og vera með kynfræðslu og eru margir opnir fyrir þeirri umræðu. Á hinn bóginn er fólk líka stundum að rugla saman hugtökum í kynlífi og stundum er stutt í að umræða um kynlíf og kynhegðun fólks (kynverund fólks = human sexuality) sé sjálfkrafa tengd við hið neikvæða eða skuggahliðar eins og ofbeldi í kynferðislegum farvegi. Í stað þess að við hugsum um og hlúum að þeim jákvæða krafti sem er í eins nánum samskiptum og kynlífi."

Kynstur.is

Hér má sjá Jónu í viðtali hjá Ásdísi Olsen í gær á ÍNN






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.